Athyglisvert og réttindalausir hundaeigendur

Skrítið þegar svona á sér stað og maður heyrir aðeins eina hlið. Ég hef sett minn hund tvisvar á "hundahótel" þar sem hann var lokaður inni í búri sem var svona 2 x 1 m. Í bæði skiptin sem ég sótti hundinn var hann mjög klekktur og sár.  Nú fer ég ekkert þar sem ég get ekki haft hundinn með.  Það þýðir að ég er ekki að fara til útlanda eða ferðast innanlands nema ég geti fengið pössun fyrir hundinn heima við eða tekið hann með. Mér sýnist á viðbrögðum mansins að honum hafi ekki verið sama.
mbl.is Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist á viðbrögðum mannsins að hann sé veikur á geði

Halldóra (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 22:38

2 identicon

Viðbrögð mansins voru náttúrulega ekki eðlileg! Honum var ekki meira sama en það að hann skildi hundinn sinn eftir í bílskúrnum matar og vatnslausan! það hefur náttúrulega einhver kært þetta sem að hefur verið búinn að taka eftir einhverju óeðlilegu ástandi. Ef hann hefði þá skilið eftir mat og vatn og beðið einhvern um að líta á hundinn af og til þessa helgi hefði það kannski sloppið þó svo að það sé kannski heldur ekki í lagi.

Þóra (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 00:02

3 identicon

Manninum var ekki sama um að einhver væri að skipta sér af. Ég held að honum hafi verið nokk sama um velferð dýrsins.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 01:01

4 identicon

Það er sjálfsagt satt, manninum var sama um hundinn en ekki afskipti einvhers af illri meðferð hans á dýrinu.

núll (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Guðjón Ólafsson

þetta er ljótt mál en nú eru yfirvöld með ekki boðlegar dýrageymslur eins og fljótdalshérað þar er Dýrageymslan í gömlum frystigám rýmið sem hundarnir eru lokaðir inni er gluggalaust og ekki meira en svon 1,5 fermetrar á stærð.

Þetta er besti pyntingaklefi  sem völ er á og þarna tók Héraðsdýralæknirinn á Austurlandi  atferlismat og skapgerðamat á hundi okkar eftir að hún hafi verið ásökuð fyrir að hafa Glefsað í formann golfklúbbs Fljótdalshéraðs að hans sögn við höfum ekki fengið að sjá ennþá áverkavottorð eða nein gögn um málið en Dýralæknirin dæmdi dýrirð klikkað í hausnumenda búið að pynta hana í þessum klefa í nærri sólarhring.

Og  sagði við okkur að við fengjum ekki hundinn aftur og sagðist vilja svæfa hana seinna um kvöldið .

hérna er slóð inn bloggfærslu um þetta mál  http://gutti.blog.is/blog/gutti/entry/888429

Guðjón Ólafsson, 28.6.2009 kl. 07:15

6 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Mín samúð er með þér Guðjón og allt of oft sem hundaeigendur eru annarsflokks Borgarar og allt í lagi að brjóta á þeim.

Pétur Ásbjörnsson, 28.6.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband