19.9.2009 | 13:13
Er ekki kominn tími á það að þjóðin biði Geir afsökunar.
Því miður hef ég ekki haft tækifæri á að sjá þennan þátt og en i mínum huga kemur upp sú ókurteisi og ósómi sem manninum var sýndur þegar hann og ríkistjórn hans barðist hetjulega við þetta hryllilega verkefni sem hrunið er. Hann var alla vegna að gera sit besta. Við sjáum nú að ríkisstjórn reynir að kenna öðrum um meðan hún reynir að læða þessu Icesave máli til hliðar við þjóð og þing með þessu venjulega skítkasti og það er að sverta Sjálfstæðisflokkinn.
Hefðu átt að minnka umsvifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
????????????????????????????????????????????????
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 13:19
Ég er hjartanlega sammála þér. En það verður fróðlegt að sjá hvaða viðbrögð (skítkast) þessi færsla fær hjá ómálefnalegum vindstri mönnunum. Tilbúinn???
Örvar Már Marteinsson, 19.9.2009 kl. 13:19
Er ekki allt í lagi hjá þér ? ?
Varstu ekki að horfa á þáttinn ? Skildirðu ekki mótsagnir Geirs og dæmalausa lágkúruna hjá honum ?
hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 13:25
Það vill svo til að ég er hægrimaður og mikill hægrimaður. Annað stendur ekki til. Hitt er annað mál að virðing mín fyrir Geir H. Haarde hrundi til grunna þegar ég sá spillinguna hjá honum. Hann gerði nákvæmlega ekkert annað að mínu mati en að verja þessa vini sína... ósómana sem settu Ísland á hausinn.
Þegar allt var komið í kalda kol flúði hann og laug upp veikindum. Laug að þjóðinni að hann væri með "pínkulítið" krabbamein í vélinda. Ekkert smá lágkúrulegt ef rétt reynist, en sjaldan hefur eins mikil leyndi hvílt yfir veikindum eins manns og engar upplýsingar læknisfræðilegar hægt að fá um aðgerðina eftir því sem sagt er.
En þetta var sennilega eina leiðin fyrir hann. Feta bara í fótspor ástkonu sinnar... Ingibjargar Sólrúnar, og svo þykist hann vera að koma til baka núna.
Það líst mér ekkert á.
Baldur Sigurðarson, 19.9.2009 kl. 13:36
Hér er hátt reitt til höggs af sumum ef að þetta er ekki satt.
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 14:09
Ertu fìfl? Thjòdin ad bidja hann afsökunar? Fyrir thad ad hafa mòtmælt spillingunni og krafist thess ad thessi gjörsamlega vanhæfa ruslakista sem thessi rìkisstjòrn var sem sigldi öllu ì strand segdi af sèr?
Hann var fjàrmàlaràdherra ì rìkisstjòrn sem gaf bankana vinum sìnum. Hann hunsadi allar vidvaranarraddir og laug blàkalt ad thjòdinni ad allt væri ì fìnu lagi thangad til eftir ad Glitnir fèll. Hann axladi enga àbyrgd nè bad afsökunar à neinu og kalladi fòlk sem stòd ùti à austurvelli skrìl og bladamenn fìfl og dòna. ÈG MUN ALDREI FYRIRGEFA THESSARI SKEPNU.
Òskar Steinn (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 14:25
Akkúrat, "vinstri heift" mætt á bloggið eins og engisprettur. Óskar Steinn reyndu nú að vera svolítið vandaðari í skrifum, já og færðu rök fyrir máli þínu. Eða ertu í þessum hópi óvandaðra bloggara sem láta biturð og heift hlaupa með sig í gönur. Svo er annar hópur sem hefur látið heilaþvo sig af fjölmiðlum/stjórnmálamönnum í því hvernig á að afgreiða þetta bankahrun á einu bretti sem sök eins stjórnmálaflokks.
Góð færsla Pétur, frá hinum stóra hópi þögla meirihlutans sem ég vona að fari hægt og rólega að láta heyra meira í sér.
Helgi Már Bjarnason, 19.9.2009 kl. 15:06
Sorglegt að lesa svona bull.
Ætli þetta video segi ekki hvar Geiri var einn í heiminum 2007 týpan stóð gagnvart þjóð sinni . Hefur ekkert með vinstri/hægri þvælu að gera. Bara hrokagikkur líkt og 25 % þjóðarninnar á þessum tíma.
http://www.youtube.com/watch?v=E3zqtGWEc8U&feature=related
Karl D , 19.9.2009 kl. 15:08
Péur. Mikið til í þessu hjá þér
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.9.2009 kl. 15:16
nokkuð sammála þér Pétur.
Og Baldur Sigurðarson, ertu ekki að grínast?
Ætlaru að halda því fram að Geir hafi logið upp veikindum sínum? Hefuru eitthvað máli þínu til stuðnings? Ef ekki, þá afgreiði ég þetta sem lágkúrulegt slúður.
Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:44
"færðu rök fyrir máli þínu"
Færa rök fyrir màli mìnu? Var èg ekki ad gera thad, thöngulhaus? èg skal gera thad aftur:
Hann var fjàrmàlaràdherra ì rìkisstjòrn sem gaf bankana vinum sìnum. Hann hunsadi allar vidvaranarraddir og laug blàkalt ad thjòdinni ad allt væri ì fìnu lagi thangad til eftir ad Glitnir fèll. Hann axladi enga àbyrgd nè bad afsökunar à neinu og kalladi fòlk sem stòd ùti à austurvelli skrìl og bladamenn fìfl og dòna.
Thetta snyst ekkert um vinstri eda hægri, thetta snyst um almenna skynsemi og sidferdi. Thetta snyst um ad vera ekki svo veruleikafirrtur og foringjahollur ad leyfa yfirvöldum ad rìda sèr ì rassgatid.
Thvì thad er thad sem hann gerdi. Hann tòk thjòdina thurrt ì afturendann.
Òskar Steinn (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 16:17
Teldist það almenn skynsemi að boða það með nokkura mánaða fyrirvara að fyrir lægi að bankarnir myndu hrynja allir sem einn?
Hvað hefði svoleiðis haft í för með sér? Hvað segir almenna skynsemin þér?
Menn fóri í alsherjar ímyndaráróður til að reyna í örvæntingu að styrkja bankana og koma í veg fyrir að þeir féllu. Það var ekki gert til að plata almenning, heldur til að reyna forða því sem framundan var.
Menn í pólitískum stöðum eða hluthafar fyrirtækja gátu ekki og munu aldrei geta hrópað viðvaranir á torgum úti til að vara almenning við. Til þess eru of miklir fjármunir í húfi og of mikil áhætta.
Menn geta verið að derra sig yfir því núna að hafa ekki verið varaðir við... þessir sömu menn gáfu ekki mikið fyrir varnarorð Davíðs Oddssonar þegar hann reyndi að segja fólki að fara varlega í erlendum lántökum.
Hlustaði þetta fólk á Geir Haarde þegar hann kom fram í fjölmiðlum og varaði fólk eindregið við því að fjárfesta í fasteignum og kvatti fólk til að halda að sér höndum því erfiðir tímar væru í aðsigi?
Daginn eftir var viðtal við formann félags fasteignasala þar sem hún gerði lítið úr orðum Geirs og sagði að engin ástæða væri fyrir fólk að bíða með fasteignaviðskipti.
VAR EINHVER AÐ HLUSTA ÞÁ?
Það er auðvelt að standa grenjandi núna yfir því að enginn hafi varað mann við, en ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ.... voru menn yfir höfuð að hlusta hvort sem var???????????
Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 16:38
Èg var ekki ad segja ad thad væri almenn skynsemi ad segja frà thvì ad bankarnir væru ònytir heldur sagdi èg ad thad væri almenn skynsemi eda "common sense" ad Geir beri meginàbyrgd à hruninu.
Òskar Steinn (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 16:54
Ég er alveg sammála þér Pétur :)
Aðförin að Geir var ógeðsleg... Ég mun aldrei koma til með að kjósa Samfylkinguna svo lengi sem að ég lifi.
Takk fyrir þennan pistil
kv d
Dóra litla (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:08
Þvílík Omega stemming....
Stór hluti þeirra sem hér kommenta eru klárlega ekki að átta sig á orsök og afleiðingu. Þetta fólk mun væntanlega halda áfram að kjósa XD þó að spillingin og vanhæfnin ( Geir Davíð Árni Matt ) hreinlega gargi á það.
Er þetta uppeldislegt vandamál eða áunnið ?
hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 18:14
Er vandamálið þitt hilmar jónsson uppeldislegt eða áunnið?
kv d
Dóra litla (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:22
Hilmar. Hvað með þá sem halda áfram að kjósa Samfylkingu og VG eftir Icesave og ESB verknaðinn t.d? Eftir alla þá vitleysu sem ríkisstjórnin er að gera sig seka um trekk í trekk þarf fólk að vera ansi auðtrúa til að kjósa áfram þessa flokka. Enda sést það á skoðanakönnunum að fólk er almennt að vakna og átta sig á að það hefur verið illa platað (þó sumir, eins og þú sért almennt of blindur til að sjá hvað er að gerast)
Þú ert alveg álíka blindur í þinni trú og aðrir í sinni.
Ég set X við D einfaldlega vegna þess að ég treysti þeim flokki ÞRÁTT FYRIR ALLT betur en Samfylkingu og VG.
Kommúnistar hafa aldrei verið og verða aldrei líklegir til afreka.!!!!
Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:22
Nei Hrafna, þeir munu aldrei ná að toppa afrek Sjálfstæðisflokksins.
Þau afrek eru á........heimsvísu..
hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 18:26
Þau eru löngu búin að toppa Sjálfstæðisflokkinn Hilmar minn. Það sést best á niðurstöðum skoðanakannana þar sem fylgið hrynur af flokkunum og traust á forystumönnum stjórnarinnar hrapar hraðar en grjóthnullungur til jarðar.
Fólk er MEIRA AÐ SEGJA farið að skríða aftur í fangið á íhaldinu sem það sór að kjósa aldrei aftur. Svo illa hefur stjórnin þín staðið sig að hún hefur fælt almenning aftur í fangið á þeim sem hún hélt að væri óvinur nr 1.
En ég kvarta ekki :) Gott að fólk er að átta sig á því að Skjaldborgin, velferðarbrúin, róttæka atvinnuuppbyggingin, afnám leyndarhjúpsins, lýðræðisumbæturnar og allt það sem vinstri stjórnin lofaði er ekkert nema innantóm loforð sem aldrei verður né stóð til að standa við.
Hefur annars einhverjum enn tekist að átta sig á því hvað "velferðarbrú" þýðir? Hefur einhver heyrt Samfylkinguna nota þetta orð eftir að hún komst til valda? Dónt þink só.
Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:46
Það hefur án efa verið alveg skelfilegt að sitja í ríkisstjórn hrunsins. Aðstæður allar fordæmalausar og hver dagur bauð upp á nýjar hörmungar. Ég held að engin ríkisstjórn hefði komist vel í gegnum þessi ósköp.
Það kann vel að vera að ekki hafi allir stjórnmálamenn séð kreppuna fyrir. En ábyrgð bera þeir engu að síður og hana mikla. Það eru jú stjórnmálamenn sem setja lög. Það eru stjórmálamenn sem ráða stöðuveitingum m.a. í eftirlitsstofnanir og eiga að bera ábyrgð þar á. Það er siður á íslandi að yfirmaður beri ekki ábyrgð á undirmönnum sínum. Og á íslandi hafa stjórnmálamenn sjaldnast tekið ábyrgð á gjörðum sínum og þar er Geir engin undantekning. En það er hins vegar alveg rétt að hann ber ekki einn ábyrgð. Enginn einstaklingur í síðustu tveim ríkisstjórnum getur fríað sig ábyrgð og alls ekki forsætisráðherrarnir og alls ekki stjórn seðlabankans né yfirmenn hans.
Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún bera að sjálfsögðu pólitíska aðal ábyrgð sem leiðtogar rískistjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera að sjálfsögðu höfuðábyrgð á þeirri efnahagsstefnu sem hér var mótuð. Eðlilega. Þessum flokkum er alls ekki treistandi eins og sakir standa enda eru þeir í sárum og þurfa tíma til að byggja sig upp á ný. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að svo sannarlega að hreinsa til í allri sinni pólítík og athyglisvert er að sjá að flokksmenn sjálfir bera ekki mikið traust til síns formanns. Það er alveg svakalegur veikleiki og ber ekki merki um að flokkurinn sé heill. Síðasti landsfundur sýndi líka þá krísu sem flokkurinn er í. Sjálfstæðsflokkurinn er í krísu vegna þess að hann hefur ekki lengur völdin sem hann hafði. Yfirlýsingin í dag um átök vegna Icesave, það er jú sá flokkur sem er að hóta átökum en ekki Samfylkingin enda kom ekkert slíkt fram hjá Jóhönnu, sýnir kannski örvæntinguna sem valdaþorstinn getur leitt af sér (sjá einnig ræðu ágæts manns á landsþingi sama flokks nú fyrr á þessu ári).
Það væri athyglisvert að heyra hver hefur toppað Sjálfsætðisfl. í þessari óreiðu allri saman? Ef Hrefna er að tala um Icesave þá er það ekki núverandi ríkisstjórn að kenna en hennar er að reyna að semja um málið. Hún er að reyna að koma einhverri reiðu á óreiðuna sem er afleiðing efnhagsstefnu síðustu ára. Á þeirri efnahagsstefnu bera stjórnmálamenn ábyrgð þar sem það voru jú þeir sem mótuðu hana og breittu lögum í samræmi við þá stefnu og auðvitað í samræmi við EES (aftur stjórnmálamenn). Enginn flokkur mun koma vel út úr slíku enda bara vondir kostir í stöðunni.
Hrefna segir: "En ég kvarta ekki :) Gott að fólk er að átta sig á því að Skjaldborgin, velferðarbrúin, róttæka atvinnuuppbyggingin, afnám leyndarhjúpsins, lýðræðisumbæturnar og allt það sem vinstri stjórnin lofaði er ekkert nema innantóm loforð sem aldrei verður né stóð til að standa við."
Það er gott að heyra að Hrefna kvarti ekki. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði víst einhverjum haug af störfum í síðustu kosningum. Kannski var það álíka innantómt? Loforð stjórnmálaflokka eru það nefnilega ofast nær því þegar kemur að því að setja saman ríkisstjórn eru ótrúlega mörg loforð sem fá að fjúka. Það væri hægt að álykta sem svo að Hrefna hafi engan áhuga á bættu lýðræði í landinu. Ella hefði hún ekki kosið sjálfstæðisflokkinn. Ekki hefur sá flokkur staðið fyrir stórkostlegum lýðræðisumbótum hingað til (samanber andstöðu hans við fjármál stjórnmálaflokka lengi vel þar til hann gat ekki meir). Og sá flokkur hefur ekki haft lýðræðisumætur sem sitt megin mál áundanförnum árum .Lýðræðisumbætur þýða lagabreitingar og þær þarf að samþykkja á alþingi og það tekur tíma. En kannski er eitthvað varið í þessi loforð sem Hrefna nefnir. Það tekur bara bara lengrii tíma að koma þeim í framkvæmd og Hrefna er kannski helst til óþolinmóð. Það er jú heillt efnahagskerfi sem er í rúst og fordæmin engin fyrir þeirri stöðu sem við erum í. Við skulum sjá hvað setur.
Annars er ég á því að við eigum nú að reyna að vera jákvæð og stiðja við það sem gott er gert og lagt til. Við þurufm meira á því að halda en neikvæðninni og ósamstöðunni. Sólin kemur alltaf upp á morgun.
Því miður held ég að ég hafi haft rétt fyrir mér þegar ég ákvað fyrir margt löngu að hætta að leggja traust mitt á stjórnmálaflokka og stjórnmál almennt. Hún er og hefur alltaf verið spillt tík.
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 19.9.2009 kl. 21:08
Grétar. Er Icesave ekki núverandi stjórn að kenna????
Hvaða stjórn er það sem ákvað að breyta lögum til að tryggja að íslenskur almenningur sæti upp með tap Landsbankans? Þessar breytingar S og VG koma fyrri ríkisstjórn ekki við þó svo að regluverkið sé að mörgu leyti þeirra hugarsmíði. Skv lögum fyrri stjórnar bar almenningur ekki ábyrgð á tapi bankanna en S og VG börðust fyrir því að svo yrði til að við litum betur út í ESB umsókninni sem by the way stærstur hluti þjóðarinn er andsnúinn.
Ríkisstjórnin lofaði breytingum og miklum lýðræðisumbótum eins og sósíalistum er einum lagið. Hvaða breytingar hafa orðið? Jú, leyndarhjúpurinn hefur aldrei staðið sterkari, lýðræðinu var kastað á haf út sbr ESB málið, Icesave ofl.
VG náði til sín fjölda atkvæða útaf andstöðu sinni við ESB en nú liggur ljóst fyrir að allan þann tíma sem atkvæðasmölunin stóð yfir þá var það ætlunin að svíka það loforð.
Og þetta með að ég sé óþolinmóð. Það er liðið heilt ÁR frá hruninu. Ríkisstjórnin hefur haft fjölda marga mánuði til að koma sér til verka en ekkert gerist. Amk ekkert sem gagnast þeim sem þurfa mest á því að halda.
Miðað við taktík þeirra flokka sem nú sitja í stjórn þá er þetta ansi langur tími. Þeir lýstu vantrausti á fyrri ríkisstjórn örfáum vikum eftir hrunið. Eftir 100 daga voru þeir farnir að gnýsta tönnum og öskra yfir aðgerðarleysinu. Fólkið í landinu var vægt til orða tekið brjálað yfir því að aðgerðir sæust ekki. Nú hefur þessi ríkisstjórn fengið margfallt þennan tíma til að láta verkin tala en ekki gert annað en að sanna getuleysi sitt svo um munar.
Atvinnuuppbyggingin er í mínus. Lýðræðið ekkert, fjölmiðlafælni forsætisráðherra orðið vandræðalegt og leyndarhjúpurinn algjör. Engin furða að fylgið hrynji af flokkunum.
Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 21:48
Að tala um það að vinstri menn munu útskítakastast út í þennan pistil er hreint og klárt bull.Að tala um vinstri/hægri í dag er enn og aftur bull GEIR HAARDE brást þjóð sinni,það á eftir að sannast enn betur og ýmislegt sóðalegt sem hann bar ábyrgð á mun verða dregið fram í dagsljósið.Þjóðin veit það að stríðsglæpamaðurinn hann DAVÍÐ ODDSSON,hefur haft tangarhald á GEIR....
Númi (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 23:49
"Hvaða stjórn er það sem ákvað að breyta lögum til að tryggja að íslenskur almenningur sæti upp með tap Landsbankans? Þessar breytingar S og VG koma fyrri ríkisstjórn ekki við þó svo að regluverkið sé að mörgu leyti þeirra hugarsmíði. Skv lögum fyrri stjórnar bar almenningur ekki ábyrgð á tapi bankanna en S og VG börðust fyrir því að svo yrði til að við litum betur út í ESB umsókninni sem by the way stærstur hluti þjóðarinn er andsnúinn."
Icesave varð til fyrir fallið og var hugarsmíð Landsbankans. Fyrri ríkisstjórn, undir forustu Sjálfstæðisflokksins, samþykkti ábyrgðina og gerði m.a. samning um greiðslu á skuldunum í Hollandi með mun hærri vöxtum en gætu orðið raunin núna. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að snúa við blaðinu eftir að þeir voru hættir í ríkissstjórn, kannski til að fría sjálfa sig.
"Ríkisstjórnin lofaði breytingum og miklum lýðræðisumbótum eins og sósíalistum er einum lagið. Hvaða breytingar hafa orðið? Jú, leyndarhjúpurinn hefur aldrei staðið sterkari, lýðræðinu var kastað á haf út sbr ESB málið, Icesave ofl."
Engu lýðræði var kastaf á haf út í ESB málinu því alþingi tók um það ákvörðun eftir að hafa fundað um málið. Að gera lýðræðisumbætur tekur tíma vegna þess að það þarf að breita lögum. Eins og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins benti á útvarpinu nú í morgun.
"VG náði til sín fjölda atkvæða útaf andstöðu sinni við ESB en nú liggur ljóst fyrir að allan þann tíma sem atkvæðasmölunin stóð yfir þá var það ætlunin að svíka það loforð"
Ekki ætla ég að svara fyrir VG. En það var ljóst fyrir kosningar að ESB yrði átakamál ef VG og S myndu ná saman um ríkisstjórn. Þetta vissu kjósendur.
"Og þetta með að ég sé óþolinmóð. Það er liðið heilt ÁR frá hruninu. Ríkisstjórnin hefur haft fjölda marga mánuði til að koma sér til verka en ekkert gerist. Amk ekkert sem gagnast þeim sem þurfa mest á því að halda."
Þetta er alveg rétt. En það má minna á að núverandi ríkisstjórn var ekki kosin fyrr en í maí og sá tími sem var frá fráfalli fyrri stjórnar til kosninga var ekki tími sem gott var að nota til framtíðarplana vegna þess að kosningar voru framundan. Það var margoft sagt og er alveg rétt. Það er líka ljóst að lánafyrirgreiðslan sem við þurfum til að geta tekist á við okkar vandmál, hefur ekki fengist.
"Miðað við taktík þeirra flokka sem nú sitja í stjórn þá er þetta ansi langur tími. Þeir lýstu vantrausti á fyrri ríkisstjórn örfáum vikum eftir hrunið. Eftir 100 daga voru þeir farnir að gnýsta tönnum og öskra yfir aðgerðarleysinu. Fólkið í landinu var vægt til orða tekið brjálað yfir því að aðgerðir sæust ekki. Nú hefur þessi ríkisstjórn fengið margfallt þennan tíma til að láta verkin tala en ekki gert annað en að sanna getuleysi sitt svo um munar."
Og enn segi ég að við þurfum að bíða og sjá til hvað gerist þegar þingið kemur saman. Ég er ekkert svakalega vongóður um miklar lausnir alveg eins og skot. Og ég held ekki að nein önnur ríkisstjórn gæti gert hlutina miklu betur. Þetta er bara svo svakalega erfiðstaða sem við erum í.
"Atvinnuuppbyggingin er í mínus. Lýðræðið ekkert, fjölmiðlafælni forsætisráðherra orðið vandræðalegt og leyndarhjúpurinn algjör. Engin furða að fylgið hrynji af flokkunum."
Og einhverjar þreifingra eru í gangi vegna opinberra framkvæmda. Lýðræðið er það sama var undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og leyndarhjúpurinn svokallaði, sem ég geri ráð fyrir sé vísað í vegna Icesave umræðunnar, er m.a. að kröfu viðsemenda okkar.
Það er leitt að sjá að Hrafna svarar ekki spurningum mínum og athugasemdum um Sjálfstæðisflokkinn.
Íslenska þjóðin sem slík biður að sjálfsögðu ekki Geir Haarde afsökunnar á einu né neinu, en það er alveg rétt að margir hafa sagt óþarfa hluti og verið með skítkast um Geir sem þeir ættu að biðjast afsökunnar á. Sama á við marga þá sem hafa verið með skítkast út í núverandi ráðafólk .
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 20.9.2009 kl. 16:20
Hrafna:
Má ég spyrja þig einfaldrar spurningar?
Hvaða grundvallarmun telur þú að hefði orðið á afgreiðslu Icesave málsins ef að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við völd?
Þegar ég tala um grundvallarmun þá á ég ekki við hvort það hefði verið hægt að seinka greiðslum um einhver ár eða hnika til prósentum (sem reyndar virðist vera sjálfstæðisflokknum í óhag) - heldur einhver raunverulegur munur þar sem munaði um greiðslu á einhverjum tugmilljörðum!
Ef þú kemur ekki með viðunandi skýringu á því verð ég að krefja þig um skýringu á því hvers vegna núverandi ríkisstjórn beri - tja, í raun nokkra - ábyrgð á Icesave málinu þar sem þar er verið að uppfylla yfirlýsingar fyrri ríkisstjórnar (hvort heldur sem er viðskiptaráðuneytis Samyfylkingar eða Seðlabanka Sjálfstæðisflokksins)...
Því ég sé ekki á nokkurn hátt að núverandi ríkisttjórn beri nokkra ábyrgð á Icesave fyrir utan að hafa erft klúðrið frá þeirri fyrri... En kannski er ég bara svona heimskur...
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:50
Já, varðandi fyrirsögnina þá er það hreinlega brandari ársins!
Það að maður með meistarapróf í Hagfræði skuli ekki hafa rænu á því að undirbúa þjóð sína fyrir möguleikann á því að eftir þennslu komi kreppa er eiginlega bæði móðgun við íslenska þjóð sem og móðgun við hagfræðimenntun í heiminum!
Og svo segja menn að við skuldum Geir H. haarde afsökun! Þvílíkur brandari!!!!!
Eru menn ekki heilir á geði?
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:28
Ég á mjög erfitt með að biðja mannin afsökunar fyrr en han biðjist afsökunar á að hafa brugðist þjóðini. Ekki það að ég efist um að hann hafi reynt að gera sitt besta en mér fanst hann algjörlega lamast því stóð ég með þjóðini þega hann var rekinn.
Vandamálið því miður er að ekkert betra tók við. Lömunin heldur áfram meðan syjórnmálamenn láta aðra stjórna sér.
Offari, 21.9.2009 kl. 01:25
Látum okkur sjá, Geir og co keyrðu fullir út í skurð og allt fór í klessu, fóru svo að fálma út í loftið með að reyna að keyra fullir upp úr skurðinum með hjálp guðs.
Síðan taka Jóhanna og Steingrímur við og hjakka í skurðinum, fálma út í loftið og öskra yfir okkur dómsdagsáróður, Jóhanna lokuð í skottinu á bílnum... kikkar stöku sinnum út og segir að hún sé að vinna 24/7, nú verði að hækka álögur á þá sem enga peninga eigi, eiga vart fyrir mat...þeir verði að taka á sig skattahækkanir upp úr öllu valdi.
Ég sé ekkert sem ég get beðist afsökunar á sko, ég sé bara að það verður að hreinsa út úr embættakerfinu... ég er ekki mikið fyrir að banna hluti en ég er á því að það þurfi að setja lög sem banna 4flokkana sem og alla þá sem eru viðriðnir þá.
Þjóðnýta allar eignir elítu og setja hana í erfiðisvinnu ...
DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.